Einn sunnudag ákvað séra Sigurður að sleppa að fara í messu og fara í golf. Hann fékk prest til þess að leysa sig af og hann fór svo á golfvöllinn þar sem enginn var.
Á meðan uppi í Himnaríki spyr Lykla-Pétur, Guð: “Ætlaru virkilega að láta vígðan mann komast upp með þetta?”.
Í þessum töluðu orðum slær presturinn holu í höggi.
Lykla-Pétur segir við Guð:“Hvernig gastu látið þetta gerast?”
Guð svarar:“Mundir þú ekki ólmur vilja segja einhverjum frá ef svona kæmi fyrir þig?”.
“Jú” segir Lykla-Pétur.
“Nákvæmlega” svarar Guð.