Ekki eru allir með húmor fyrir þessu en þannig er nú það bara ;D
————————-

Einu sinni voru tveir tannburstar í sturtu.
Þá segir annar við hinn:
“Gef mér fimm”
Þá segir hinn:
“HA!? Helduru að ég sé eitthvað útvarp?”

****

Einu sinni var sleikjó í bíó. Í hléinu fór han á klósettið og þar sá hann karamellu úti í horni að gráta. Þá sagði hann:
“af hverju ertu að gráta litla karamella?”
“AF ÞVÍ AÐ ÉG KANN EKKI AÐ HJÓLA!!!!”

****

Einu sinni var maður sem ætlaði að byggja sér hús.
Hans háleitasta markmið ævinnar var að byggja hið fullkomna múrsteinshús og hann ákvað að láta reyna á það. Hann eyddi því 8 löngum árum í að reikna allt út sem þurfti. Lengd breidd og stærð og múrsteinsfjöldan sem þurfti í verkið. Þá byrjaði hann að smíða húsið. Er húsið var fullbyggt tók hann þó eftir því að það var einn múrsteinn afgangs!
og vitiði hvað hann gerði við múrsteininn?









Hann henti honum