Gulli, Svenni og Tommi eru á leið heim úr skólanum eftir hlýjan vordag. Þeir stytta sér leið um bakgarð og kíkja í gegnum smá gat á girðingunni hjá einu húsinu. Þar sjá þeir hjón í ástarleikjum á pallinum. Allt í einu rekur Svenni upp óp og hleypur heim til sín. Hann hleypur svo hratt að vinir hans tveir geta ekki náð honum þó þeir hlaupi líka.
Næsta dag þegar þeir eru á heimleið kíkja þeir aftur í gegnum gatið og enn rekur Svenni upp óp og hleypur heim.
Á þriðja degi gera Gulli og Tommi áætlun um að vera fyrir framan Svenna ef hann skyldi hlaupa af stað svo þeir geti spurt hann hvað sé að. Eins og áður gat Svenni aðeins horft í gegnum gatið í smástund áður en hann ætlaði að hlaupa heim.
Í þetta sinn gripu Gulli og Tommi í hann og heimtuðu að fá að vita hvað gengi á. Svenni segir: ,,Mamma mín sagði mér að ef ég horfði á nakta konu myndi ég breytast í stein. ég fann að eitthvað var að verða hættulega hart!"