Kona kemur til prestsins síns og segir við hann: ,,Ég er í vandræðum. Ég er með tvo talandi kvenkyns páfagauka sem geta bara sagt eina setningu.“ ,,Hvað segja þeir?” spyr presturinn. ,,Þeir geta bara sagt: Hæ, við erum mellur. Viltu skemmta þér?“ svarar konan. ,, þeta er hræðilegt,” sagði presturinn, ,,en ég hef lausn á vandamálinu. Komdu með fuglana þína heim til mín því ég er með tvo talandi karlkyns páfagauka sem ég hef kennt að trúa á Guð og biðja bænir. Þeir munu kenna fuglunum þínum að hætta að segja svona hræðilega setningu og fara að trúa á Guð.“ ,,Þakka þér fyrir” svarar konan.
Næsta dag kemur konan með kvenfuglana sína heim til prestsins. Fuglar prestsins eru að biðjast fyrir. konan setur fuglana inní búrið til karlfuglanna. Kvenfuglarnir segja: ,,Hæ, við erum mellur. Viltu skemmta þér?“ Annar karlfuglinn lítur yfir til hins og og segir: ,,Við getum hætt að biðjast fyrir, við höfum verið bænheyrðir.”