
Hafnfirðingur á Grænlandi
Einu sinni var Hafnfirðingur á ferðalagi á Grænlandi. Nótt eina gisti hann í eskimóaþorpi og var sem heiðursgesti boðið að taka þátt í gífurlega erfiðri manndómsvígslu. Þessi vígsla fólst í því að drekka einn líter af landa, njóta ástar með eskimóakonu á ísjaka og skjóta ísbjörn. Hafnfirðingnum þótti þetta ekki mikið mál, svlograði í sig landanum, óð útá ísbreiðuna og kom aftur allur rifinn og blóðugur og sagði :“ Og hvar er þessi eskimóakona sem ég á að skjóta?”