Dag einn gengur Ljóska fram á Brúnku sem stendur
í Vegarkantinum og segir aftur og aftur 88, 88,
88, 88, 88, 88…. Ljóskan verður forvitin um
ástæðu þess að Brúnkan endurtaki ,,88“ í sífellu
og stoppar og spyr Brúnkuna hvað hún sé að gera.
Brúnkan svarar því að það sé mjög sefandi og
róandi að gera þetta og stingur upp á því að
ljóskan prófi það. Ljóskan tekur vel í það og
hefst handa við að endurtaka ,,88” hvað eftir
annað. Eftir smá stund stoppar ljóskan og segir
við brúnkuna að hún finni ekki fyrir þessari ró
og sefjun sem Brúnkan lýsti. Brúnkan stingur upp
á því að ljóskan fari út á miðjan veg og prófi
þetta aftur og fullyrðir að það auki áhrifin.
Ljóskan fer eftir þessu og viti menn ,,SPLASH“
Vörubíll keyrir yfir ljóskuna. Eftir þetta
heyrist í brúnkunni: ,,89, 89, 89, 89, 89, 89…”