Frétt af mbl.is:

Lögregla í Bretlandi leitar nú lögreglumanns sem sakaður er um að hafa leyst vind við húsleit og ekki beðist afsökunar.

Málið hófst þannig að húsleit var gerð hjá fjölskyldu í Lundúnum vegna fíkniefnamáls. Fjölskyldan sakar nú einn af þeim sem gerðu leitina um að hafa leyst vind og ekki beðist afsökunar á eftir.

Samkvæmt Reuters-fréttastofunni hefur talsmaður Scotland Yard-lögreglunnar staðfest að í siðgæðisdeild sé verið að kanna mál þessa efnis. „Við getum staðfest að deildin hefur til rannsóknar ásökun um ókurteisi við húsleit.“

Dagblaðið The Daily Mail prentaði bréf sem Scotland Yard sendi til lögreglumannanna sem gerðu húsleitina: „Kvörtun hefur borist frá heimilismanni um að einn af karlkynslögreglumönnunum hafi leyst vind og ekki beðið fjölskylduna afsökunar á gjörðum sínum… sá sem lagði fram kvörtunina fannst það ókurteisi og ófagmannlega gert,” segir í upphafi bréfsins.

Ekki hefur fengist gefið upp hvaða refsingu lögreglumaðurinn gæti átt yfir höfði sér.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: