Kannski munu nokkrir eftir þessum klassíska brandara úr kvikmyndinni Desperado sem að sjálfur Tarantino sagði:

———————————————-

Maður inn á bar gengur í átt að barþjóninum og segist vilja veðja 200$ að hann geti pissað í glas sem er alveg á hinum enda barsins.

Barþjóninninn efast stórlega um að hann geti það svo hann tekur veðmálinu.

Maðurinn hneppir þá frá sér buxnaklaufunum og pissar á gólfið, barþjóninn og bara út um allan andskotans barinn fyrir utan glasið.

Maðurinn labbar þá að þremur mönnum við billjardborðið og eftir stuttu stund kemur hann aftur að barþjóninum með 200$ og gefur honum glaður í bragði.

Þá spyr barþjónninn afhverju í fjandanum hann er svona glaður, og minnti hann á að hann var að tapa 200$.

Maðurinn benti þá á mennina við billjardborðið og sagðist hafa veðjað við þá 500$ að hann gæti pissað á barþjóninn án þess að hann yrði reiður.

———————————————-

ATH. að ég skrifaði brandarann eftir minni og því er hann aðeins öðruvísi í myndinni.