Ljóskan ein var orðin hundleið á því að fólk var alltaf að gera grín að henni og orðinn leið á því hvað öllum fannst hún vera heimsk svo hún ákvað einn góðan veðurdag að hætta vera heimsk og verða gáfuð.
Svo hún fer til hárgreiðslukonu og lætur lita á sér hárið brúnt og viti menn, henni líður strax eins og greindarvístalan hennar hafi hækkað um nokkur stig. Himinlifandi með árangurinn ákveður hún að fara í ferðalag út á land.
Þetta var um haust og þjóðvegurinn fullur af rollum. Yfir sig hrifinn af þessum litlu sætu dýrum stoppar hún og spyr bóndann hvort hún megi eiga eitt svona sætt dýr ef hún getur giskað á nákvæma tölu hópsins sem bóndinn er að reka. “Ha jájá” segir bóndinn “en það verður að vera nákvæm tala.”
Ljóskan horfir yfir hópinn í smástund og segir svo 451. “'Otrúlegt” segir bóndinn, ljóskn velur sér dýr og er á leiðinni út í bíl þegar bóndinn segir “ef ég get giskað á þinn rétta háralit má ég þá fá hundinn minn aftur?”