Kennarinn spurði Sigga hvort hann vildi læra nokkur málfræðiorð fyrir morgundaginn. Siggi var snillingurinn í bekknum svo hann svaraði játandi. Eftir skóla spurði hann pabba sinn hvort hann kunni einhver málfræðiorð en pabbi hans sagði: “Þegiðu strákur sérðu ekki að ég er að lesa blaðið”
Þá spurði hann mömmu sína og hún sagði: “Ekki núna kannski seinna”. Síðan fór hann upp til bróður síns en hann sagði: “Það er drulludeli í dyrunum” síðan fór hann til litlu systur sinnar og hún sagði bara súperman.
Daginn eftir í skólanum spurði kennarinn hvað hann hafði lært. Siggi svaraði: “Þegiðu strákur sérðu ekki að ég er að lesa blaðið”. “Á ég að ná í skólastjórann”? spurði kennarinn. “Ekki núna kannski seinna”.
(Skólastjórinn birtist í dyrunum ) “það er drulludeli í dyrunum” sagði siggi.
Þykistu vera eitthvað? spurði skólastjórinn “SÚPERMAN”, sagði siggi.
