Vinirnir Kjartan, Jón og Hannes voru að tala saman.
Jón: Pabbi minn er prestur. Það segja allir „háttvirti prestur“ við hann.
Hannes: Pabbi minn er biskup, og allir segja „æðsti biskup“ við hann.
Kjartan: Iss… það er nú ekkert ! Frændi minn vegur yfir 150 kíló og allir segja „guð minn góður“ við hann !