Rúnar fór inn í apótek með 9 ára gömlum syni sínum. Þegar þeir áttu leið framhjá hillu sem var full af smokkapökkum spurði stráksi:,, Hvað er þetta pabbi?” ,, Þetta kallast smokkar sonur sæll. Karlmenn nota þetta til að stundu öruggt kynlíf.” Ég skil”, sagði snáðinn.,, Ég hef heyrt talað um þá í heilsufræði held ég, á blaðsíðu 69, að ég held.” Hann kíkir betur á hilluna og kippir sem inniheldur 3 smokka. ,, Af hverju eru þrír í pakka, pabbi?” ,, Þessi eru fyrir menntaskóla stráka”, sagði pabbinn eins og hann væri að rifja upp gamlar og góðar minningar . ,, Einn fyrir föstudag, einn fyrir laugardag og einn fyrir sunnudag. “ ,,Kúl” sagði sá stutti. Þá rak hann augun í smokkapakka með sex smokkum og spurði fyrir hverja svona pakki væri. ,, Þetta er fyrir háskólastrákana, 2 á föstudegi, 2 á laugardegi og 2 á sunnudegi.
,,VÁ” sagði guttinn og það glaðnaði heldur yfir honum . ,EN HVERJIR NOTA ÞESSA?”, sagði hann og benti á pakka með 12 smokkum í. Pabbinn andvarpaði og sagði:,, Þessir eru fyrir gifta menn. Einn fyrir janúar, einn fyrir febrúar, einn fyrir mars……………………