Einu sinni voru menn á bar, á efstu hæð í Empire State byggingunni. Við “stóra” gluggann sat einn maður. Allt í einu kemur maður til hans með RISAstórt bjórglas og segir við einmannalega manninn: Veistu hvað? ef þú kastar 50 centum út um gluggann, þambar þetta bjórglas þá geturu flogið á eftir 50 centunum og flogið hingað aftur upp. Maðurinn var furðulostinn en sagði svo: Ég er ekki það fullur að ég fari að gera svona rugl!! Þá sagði maðurinn með stóra bjórglasið: Leyfðu mér að sýna þér. Því næst tók maðurinn centin: KLING. 50 centa peningurinn flaug út um gluggann. Maðurinn þambaði í flýti bjórglasið og stökk eftir peningnum. Svo flaug hann ofurmjúkt aftur inn með stæl. Einamanna maður varð mjög undrandi og ákvað að prufa. Hann náði sér í bjórglas og tók upp 50 centa pening. KLING, peningurinn flaug, og maðurinn þambaði glasið. Því næst kastaði hann sér út um gluggann. SPLATTT. Maðurinn klesstist á götunni og dó.. Þá sagði barþjónninn sem hafði verið að fylgjast með: Súperman, hættu að stríða kúnnunum!!