Kona í búð: Ég myndi vilja máta kjólinn þarna í glugganum.
Afgreiðslukona: Því miður er það ekki hægt. Viðskiptavinir verða að nota mátunarklefana.

———-

Kennari: Stafaðu orðið rúm.
Drengur: Rúmm
Kennari: Slepptu öðru m-inu.
Drengur: Hvoru?

———-

Drengurinn: Pabbi, ég var sá eini sem gat svarað spurningu kennarans í dag.
Pabbinn: Frábært, sonur sæll. Hver var spurningin?
Drengurinn: Hver kastaði steini í nýja bílinn minn!!

———-

Einu sinni voru fjórar nunnur að fara til Himnaríkis. Þar hittu þær Lykla-Pétur og spurðu hann hvernig þær kæmust inn. Hann sagði að þær verði að svara einni spurningu og spurði svo fyrstu nunnuna.„Hefurðu einhvern tímann komist í snertingu við karlmann.“ Hún svaraði, „ég hef bara snert einn meðputtanum.” Þá sagði Lykla-Pétur: „þvoðu þér þá um puttann og gakktu inn.“ Hún gerði það. Svo spurði hann næstu nunnu sömu spurningar og hún svaraði: „Ég hef bara faðmað einn.” Lykla-Pétur
sagði þá: „Þvoðu á þér handleggina og gakktu inn.“ Það gerði hún. Þá ryðst sú fjórða framfyrir þá þriðju og Lykla-Pétur spyr. „Af hverju ryðstu framfyrir systur þína?” Þá svarar hún. „Ég ætla sko ekkiað þvo mér um munninn eftir hún þvær sér um rassinn.