Síðasta vetur, þegar hráslagalegt hafði verið um hríð, ákváðu hjón ein að flýja vetur konung í viku og pöntuðu sér ferð suður í höf. Þannig atvikaðist að konan þurfti að fljúga degi síðar en ætlað var en eiginmaðurinn flaug á undan..

Þegar kallinn er kominn á hótelið rífur hann upp ferðatölvuna og skrifar strax bréf til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í adressunni og lenti bréfið hjá ekkju einni sem nýbúinn var að jarðsetja sinn heittelskaða. Ekkjan sem rétt var búin að jafna sig eftir athöfnina, var í þann mund að líta eftir samúðarkveðjum þegar bréfið barst….

Þegar sonur ekkjunnar kom heim lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og þetta stóð ritað á skjáinn:

Til: Konu minnar sem eftir var

Frá: Manninum þínum sem fór á undan

Efni: Er kominn á áfangastað

Elskan,

Er kominn heill á húfi. Er búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju. Ástarkveðjur,

Þinn eiginmaður.

P.S. Fjandi heitt hérna niður frá

Ég fór í verslun um daginn. Ég var bara í 5 mínútur og þegar ég kom út var djöfilsins andskotans lögga að skrifa sektarmiða.

Svo ég gekk að honum og sagði, “Heyrðu félagi, hvernig væri að gefa mönnum smá sjéns ?”

Hann leit ekki við mér og hélt áfram að skrifa sektarmiðann, svo ég kallaði hann blýantsnagandi nasista. Hann leit snögg á mig og byrjaði á því að skrifa annann sektarmiða fyrir of slitin dekk undir bílnum.

Þá kallaði ég hann rolluríðandi, hoppandi fáráðling. Hann lauk við að skrifa miða nr. 2 og setti hann á bílinn með fyrsta miðanum. Svo byrjaði hann að skrifa þriðja miðann !! Svona gekk þetta í um 20 mínútur, því meira sem ég svívirti hann, því fleiri sektarmiða skrifaði hann.

Mér var í raun andskotans sama, en þið hefðuð átt að sjá
svipinn á honum þegar ég fór yfir götuna að bílnum mínum, fór inn í hann og keyrði burt.

k.v. Krassi