Þetta er nú ekki brandari en nokkuð skemmtilegt samt. Forsíðu texti af gi.x.fni.is. Hver skrifar þetta!?! ->
“Veturinn er alveg að verða búinn og fólk farið að grilla og taka fram g-strengsbuxurnar. Það gildir a.m.k. um mig og foreldra mína. Það er um að gera að láta samt ekki sumarkuldann gera sér gramt í geði, það er t.d. gott ráð að smyrja sig með trélími áður en maður fer út, þá finnur maður ekki fyrir sumarfrostinu og er nokkrun veginn vatnsheldur.
Hlustið á sketsa, sendið póstkort, greiðið atkvæði, tantrið af ykkur rassgatið og fylgist með framhaldssögunni um Ömmu Fífí. Hún er betri en þið öll til samans.
Gleðilegt sumarkuldakast!”