þegar einhver sendir inn brandara hingað þá bregst það varla að megnið af svörunum eru “gamall brandari”, “lélegt”, “komið áður” osfrv.
.
Ég hef séð fullt af fínum bröndurum hérna sem ég hef aldrei séð áður, og hef ég gaman af bröndurum, en samt var annaðhvort svar “gamalt ojbara” …
.
Hvernig væri í staðinn fyrir að koma með þetta “gamalt” dæmi, að búa til nýtt punchline fyrir þennan “gamla” brandara? það gæti orðið helv., sniðugt, hver með sína útgáfu,,, þannig nýtast svörin í eitthvað fyndið…how about it?
.
allavega.. hér kemur einn “gamall” í lokin.. ;)
.
Í tugi ára voru tvær styttur í almenningsgarði sem sneru beint á móti hvorri annari, önnur var af konu, en hin af karlmanni.
Dag einn kom engill af himnum ofan og lenti hjá styttunum, engillinn sagði styttunum að þar sem þau hefðu staðið sig svo vel sem styttur að hann ætlaði að leyfa þeim að lifna við í 30 mínutur, og wham, stytturnar lifnuðu við, engillinn sagði við stytturnar, þið getið gert það sem ykkur sýnist í þessar 30 mínutur, stytturnar nálguðust feimnislega hvora aðra þar til þau tókust í hendur og leiddust út í runna þar rétt hjá, í 15 mínutur heyrði engillinn hlátur og fliss í runnunum og talsverða hreyfingu, eftir 15 mínutur komu stytturnar labbandi úr runnunum með stór bros á andlitunum og engillinn sagði glottandi, þið hafið ennþá 15 mínutur eftir, stytturnar horðfu á hvora aðra, glottu enn meira og kvenstyttan sagði við karlstyttuna “frábært, þá heldur þú dúfunni núna meðan ég skít á hausinn á henni”