Þegar Halli var búinn að byggja sér nýtt hús hitti hann nágranna sinn sem lét hann vita af því að það væri betra fyrir þau hjónin, Halla og Hölllu, að kaupa sér gluggatjöld sem fyrst. - “Í gærkvöldi sá ég ykkur nefninlega elskast í svefnherberginu af mikilli innlifun,” sagði nágranninn. - “Ha, ha, gott á þig,” sagði Halli. “Ég var ekki einu sinni heima í gærkvöldi!”
—–

Hafnfirðingur var að læra að fljúga en hafði villst í flugprófinu þannig að umfangsmikil leit sóð yfir í háloftunum. Þegar loksins náðist samband við hann í gegnum talstöð var hann beðinn um að gefa upp hæð og staðsetningu. “Ja, ég er svona einn og áttatíu og sit fremst í flugvélinni…”

—–

Staurblankir kunningjar lögreglunnar í Hafnarfirði ákváðu að ræna banka í Reykjavík. Þeir settu upp grímur og ruddust inn með offorsi og látum, hvor með sína haglabyssuna. - “Upp með hendur, þetta er rán!” - “O, Hafnfirðingar, einu sinni enn,” sagði þá gjaldkerinn og ræningjana rak í rogastans. - “Nú, hvernig sérðu það?” spurðu þeir. - “Þið sagið alltaf vitlausan enda af haglabyssunni!” svaraði gjaldkerinn að bragði.

—–

Bimba vaknaði um miðja nótt og áttaði sig á því að eiginmaðurinn var ekki í rúminu. Hún smeygði sér í náttkjólinn og fór niður. Sat þá ekki maðurinn við eldhúsborðið og húkti yfir ísköldum kaffibolla. Hann virtist annars hugar og starði tómeygður á vegginn. Bimba sá hann þurrka tár af kinnunum og súpa á kaffinu. - “Hvað er að ástin mín? Af hverju siturðu hér einn um miðja nótt,” spurði hún. Addi leit upp og sagði: “Manstu þegar við vorum að hittast á laun fyrir 20 árum, aðeins 16 ára gömul.” - “Já, ég man vel eftir því,” sagði Bimba. - “Manstu þegar pabbi þinn kom að okkur þar sem við vorum að elskast í aftursætinu í bílnum mínum?” - “Já, ég man líka vel eftir því.” -“Manstu þegar pabbi þinn dró upp byssuna, beindi henni að höfðinu á mér og sagði: Annað hvort giftistu dóttur minni eða verður næstu 20 árin í fangelsi.” - “Já, ég man vel eftir þessu elskan mín,” sagði Bimba og settist við hlið eiginmannsins. Hann þurrkaði tár af hvörmunum og sagði: “Veistu… ég hefði losnað út í dag!”

—–

Það sem er ósanngjarnast við lífið, er hvernig það endar. Ég meina, lífið er erfitt. Það tekur langan tíma. Og hvað færðu þegar því lýkur? Dauða. Hvað er það, einhverskonar bónus? Ég held að hringurinn sé öfugur. Maður ætti að deyja fyrst. Búa svo á elliheimili. Manni yrði sparkað þaðan þegar maður væri orðinn of ungur og fengi gullúr fyrir vikið. Færi að vinna. Maður ynni í fjörutíu ár þangað til maður yrði nógu ungur til að njóta lífsins, stunda partý, gera sig kláran fyrir menntaskóla. Svo færi maður í grunnskóla. Næst yrði maður bara barn. Léki sér, bæri enga ábyrgð. Yrði ungbarn. Skriði til baka inn í “kúluna” og eyddi síðustu 9 mánuðunum fljótandi um…… og endaði svo sem fullnæging!!!

—–

Umhugsunarefni:

Hvað eru fiðrildi með í maganum þegar þau eru ástfangin?

Hvað telja kindur þegar þær geta ekki sofnað?

Af hverju kallast maður sem talar dónalega við konu karlrembusvín en kona sem talar dónalega við karlmenn fær borgað á mínútuna?

Er fullur tölvudiskur þyngri en tómur?

Ef maíisolía er gerð úr maíis og olívuolía úr olívum, hvernig er þá háttað með barnaolíuna?

Ef bannað er að aka bíl drukkinn, af hverju eru þá bílastæði við bari?

Af hverju er hægt að læsa búð sem er opin 24 klst, 365 daga á ári?

Eru vegvísar til blindraskólans á blindraletri?

—–

Í tilefni 50 ára brúðkaupsafmælis ákváðu prúðbúin hjón að panta sér hótelherbergi eina nótt. Þau fengu sér gott að borða og fóru svo upp í rúm til að endurupplifa brúðkaupsnóttina. Eitthvað fannst þeim gamla limurinn vera slappur og linur svo hann laumaðist afsíðis og batt við hann reglustiku. Að svo búnu fór hann upp í rúm til sinnar gömlu og sinnti sínu hlutverki og var konan hæstánægð með gamla sinn. Daginn eftir sagði annar eggjastokkurinn við hinn: “Já, margir hafa nú komið við hér um dagana en aldrei hafa þeir fyrr komið á líkbörum!”

—–

Dag einn var kennari 6 ára krakka að lesa upp úr bókinni um grísina þrjá. Hún var komin að kaflanum þar sem fyrsti grísinn var að safna efni í húsið sem hann ætlaði að byggja. Grísinn gekk að manni sem var með fullar hjólbörur af stráum og sagði: “Fyrirgefðu herra, en get ég fengið smávegis af stráum hjá þér því ég þarf að byggja mér hús?” Kennarinn leit yfir bekkinn og spurði: “Og hvað haldið þið að maðurinn hafi sagt?” Ljóshærður snáði lyfti höndinni og sagði: “Ég held að maðurinn hafi sagt. Nei, hver andskotinn. Talandi svín.”

—–

Geiri litli spurði mömmu sína: “Mamma, er það satt að það sé hægt að taka fólk í sundur eins og vélar?” - “Auðvitað ekki, Geiri minn. Hvar í ósköpunum heyrðiru slíka vitleysu?” - “Nei, bara af því að um daginn var pabbi að tala í símann og sagði: ”I screwed the ass of my secretary!“

—–

Munda var að vinna í garðinum sínum og lá á hnjánum við að reyta arfa. Siggi maðurinn hennar stóð dálítið fyrir aftan hana og sagði að einlægni: ”Svakalega ertu orðin feit Munda. Rassinn á þér er orðinn eins og gasgrill.“ Mundu varð bilt við en sagði ekki margt, hélt bara áfram að vinna. Um kvöldið þegar þau voru að fara að sofa leitaði Siggi töluvert á Mundu og varð steinhissa þegar hún vildi ekkert með hann hafa. Hann spurði hverju þetta sætti. ”Það tekur því nú ekki að hita upp heilt gasgrill fyrir eina pylsu,“ sagði Munda.

—–

Rúnar fór inn í apótek með 9 ára gömlum syni sínum. Þegar þeir áttu leið framhjá hillu sem var full af smokkapökkum spurði stráksi: ”Hvað er þetta, pabbi?“ - ”Þetta kallast smokkar, sonur sæll. Karlmenn nota þá til að stunda öruggt kynlíf.“ - ”Ég skil,“ sagði snáðinn. ”Ég hef heyrt talað um þá í heilsufræði, á blaðsíðu 69, að ég held.“ Hann kíkir betur á hilluna og kippir upp pakka sem inniheldur þrjá smokka. ”Af hverju eru þrír í pakka, pabbi?“ - ”Þessir eru fyrir menntaskólastráka,“ sagði pabbinn og brosti eins og hann væri að rifja upp gamlar og glaðar minningar. ”Einn fyrir föstudag, annar fyrir laugardag og sá þriðji fyrir sunnudag.“ - ”Kúl,“ sagði strákurinn. Hann rak þá augun í smokkapakka með sex smokkum og spurði fyrir hverja svona pakki væri. - ”Þetta er fyrir strákana í háskólanum. Tveir eru til að nota á föstudögum, tveir fyrir laugardaginn og tveir fyrir sunnudaginn.“ - ”Vá,“ sagði guttinn og það glaðnaði heldur yfir honum. - ”En hverjir nota þá þessa?“ spurði hann og tók upp pakka með 12 smokkum. Pabbinn andvarpaði og leit á son sinn. ”Þessir eru fyrir gifta menn. Einn fyrir janúar, einn fyrir febrúar, einn fyrir mars….."