Bimba vaknaði um miðja nótt og áttaði sig á því að eiginmaðurinn var ekki í rúminu. Hún smeygði sér í náttkjólinn og fór niður. Sat þá ekki maðurinn við eldhúsborðið og húkti yfir ísköldum kaffibolla. Hann virtist annars hugar og starði tómeygður á vegginn. Bimba sá hann þurrka tár af kinnunum og súpa á kaffinu. - “Hvað er að ástin mín? Af hverju siturðu hér einn um miðja nótt,” spurði hún. Addi leit upp og sagði: “Manstu þegar við vorum að hittast á laun fyrir 20 árum, aðeins 16 ára gömul.” - “Já, ég man vel eftir því,” sagði Bimba. - “Manstu þegar pabbi þinn kom að okkur þar sem við vorum að elskast í aftursætinu í bílnum mínum?” - “Já, ég man líka vel eftir því.” -“Manstu þegar pabbi þinn dró upp byssuna, beindi henni að höfðinu á mér og sagði: Annað hvort giftistu dóttur minni eða verður næstu 20 árin í fangelsi.” - “Já, ég man vel eftir þessu elskan mín,” sagði Bimba og settist við hlið eiginmannsins. Hann þurrkaði tár af hvörmunum og sagði: “Veistu… ég hefði losnað út í dag!”

—–

Það sem er ósanngjarnast við lífið, er hvernig það endar. Ég meina, lífið er erfitt. Það tekur langan tíma. Og hvað færðu þegar því lýkur? Dauða. Hvað er það, einhverskonar bónus? Ég held að hringurinn sé öfugur. Maður ætti að deyja fyrst. Búa svo á elliheimili. Manni yrði sparkað þaðan þegar maður væri orðinn of ungur og fengi gullúr fyrir vikið. Færi að vinna. Maður ynni í fjörutíu ár þangað til maður yrði nógu ungur til að njóta lífsins, stunda partý, gera sig kláran fyrir menntaskóla. Svo færi maður í grunnskóla. Næst yrði maður bara barn. Léki sér, bæri enga ábyrgð. Yrði ungbarn. Skriði til baka inn í “kúluna” og eyddi síðustu 9 mánuðunum fljótandi um…… og endaði svo sem fullnæging