Þetta eru nokkrir brandarar sem maður les aftan á Andrés blöðunum… Flestir ekkert fyndnir hehe…

1. Ég vil fá flugmiða krinum hnöttinn.
Aðra leiðina eða báðar?

2. Ertu að veiða?
Nei, ég er bara að gefa ánamaðkinum að drekka..

3. Enn ertu of seinn, Pétur!
Æ, ég svaf yfir mig.
Hvað ertu að segja? Sefurðu heima hjá þér líka?

4. Hver var það sem hringdi? spurði stóra systir litla bróður sinn.
Einhversem hefur hringt í vitlaust númer..
Hann spurði eftir hinni töfrandi stóru systur minni:S

5. Maður stóð og skolaði af litla bílnum sínum þegar nágranninn
kom til hans, klappaði honum á öxlina og sagði: Það gagnar
ekkert að vökva hann, hann verður ekkert stærri fyrir vikið!¨

6. Tvær konur sitja og slúðra:
Hefurðu heyrt hræðilegu söguna um frú Ágústu?
Hvernig spyrðu? Auðvitað hef ég heyrt hana.
Ég bjó hana sjálf til!!!

7. Flækingur kom inn á lögreglustöð og tilkynnti að búið
væri að ræna öllu sem hann átti. Það voru 53 hlutir,
sagði hann við lögregluþjóninn.
Hvernig getur þú vitað það svona nákvæmlega?
Jú, þetta var einn spilastokkur og upptakari.

og einn sem er aulabrandarin.ehf

Hjúkrunarkonan við sjúklinginn:
Vaknaðu Pétur minn.
Þú þarft að taka svefnpilluna þína!


Kv.Eva I.