Í dag átti ég afmæli og var 40 ára og um morguninn þegar ég kom inn í elhús sagði engin neitt, konan hélt bara áfram að hafa morgunverð fyrir krakkana og krakkarnir héldu bara áfram að nöldra í mömmu.
Ekki batnaði það heldur þegar ég kom í vinnuna, vinnufélagarnir minntust ekkert á afmælið mitt og þá var ég orðinn svo fúll að ég ákvað ég bara ekkert að minnast á það, ég strunsaði bara inn á skrifstofu og lét mér leiðast. Þá kom ritarinn inn og hún var firsta mannekjsn til að segja loksins til hamingju með afmælið, dagurinn byrjaði strax að batna og svoleiðis hélt það áfram þegar hún bauð mér á veitingastað til að halda upp á afmælið. Auðvitað sagði ég já og áttum ágæta máltíð á þessum líka fína veitingastað.
Þegar við vorum svo að fara út spurði hún mig hvort við gætum ekki komið heim til hennar í smá stund og dagurinn minn gat varla versnað upp úr þessu.
Við komum heim til hennar og drukkum smá kampavín í sófanum, svo stóð hún upp og sagðist koma strax aftur og fór inn í herbergi, um leið og hún hvarf var ég ekki lengi að fara úr fötunum og leggjast í sófann með þennan líka myndarlega bóner, svo kom hún fram með risastóra köku í fanginu og konuna, börnin og vinnufélagana á eftir sér.
Dagurinn var aðeins byrjaður að versna.