Ég klappaði á stólinn, færði mig og bað hann að setjast hjá mér.
Þegar hann eldroðnaði og settist niðurlútur til að forðast að horfast í augu við mig, var ég viss um að hann var óreyndur.
Þetta gæti verið hans fyrsta skipti.
Mér finnst alltaf sepnnandi að taka byrjendur og ég fann á mér að þessi myndi koma skemmtilega á óvart.
Hann hafði langa fingur og eitthvað olgaði innra með honum að fá að nota þá.
Ég gat fundið það, þrátt fyrir að hann var kvíðinn þráði hann að fá að byrja, ég fann það.
Ég bað hann með yfirvegaðri rödd að leggja hendurnar mjúklega á.
Ég ætlaði að kenna honum að nota hvern fingur fyrir sig.
Ég bað hann að þrýsta fyrst baugfingri og þumalfingrinum laust til skiptis og svo jafn og þétt fastar og fastar.
Það koma mér á óvart að hann var greinilega engin byrjandi.
Hann vissi upp á hár hvað hann var að gera, svo góður.
Hann hélt áfram með innlifun, með öllum líkamanum.
Ég hallaði aftur augunum til að njóta betur og unaður fór um mig alla.
Hann vissi svo vel hvað hann væri að gera, kunni svo vel til verka.
Í áhrifamesta kaflanum gat ég ekki annað en að tárast, svo yndislegt var þetta.
Með hverjum fingri, báðum höndum, hélt hann áfram.
Já,já, meir, svona á þetta að vera.
Svo stoppaði hann í miðju verki og leit feimnislega á mig.
Ég hefði getað öskrað á hann að halda áfram.
Ég leit á hann með sælu bros á vörum og sagði honum að hann þyrfti varla á mér að halda, hann gæti jafnvel þyrft færari kennara.
Hann brosti tók nóturnar sína lokaði píanóinu og þakkaði fyrir sig.