Maður nokkur gekk eftir strönd í Kaliforniu og baðst fyrir á göngunni af mikilli einlægni. Allt í einu birtist ský fyrir ofan hann og hann heyrði djúpa rödd hins Almáttuga sem sagði; “Þar sem þú hefur reynt að vera mér trúr á allan hátt ætla ég að gefa þér eina ósk.”

Maðurinn svaraði; “Byggðu brú handa mér yfir til Hawai svo ég geti ekið þangað hvenær sem mig langar til.”

Guð almáttugur svaraði. “Ósk þín er mjög efnisleg. Hugsaðu þér öll þau öfl sem þarf að leysa úr læðingi til að framkvæma svona verkefni.” Allar undirstöðurnar sem þarf til að komast niður á botninn á Kyrrahafinu ! Öll steypan og stálið sem færi í það! Það myndi ganga af miklum náttúruauðæfum dauðum. Ég get þetta en ég á erfitt með að réttlæta þörf þína fyrir svona veraldlega hluti. Hugsaðu þig nú betur um og leitaðu að einhverju sem myndi heiðra mig og vegsama.“

Maðurinn hugsaði sig lengi um og sagði svo að lokum ”Herra ósk mín er sú að ég geti lært að skilja konuna mína. Mig langar til að vita hvernig henni líður innra með sér, hvað það er sem hún er að hugsa þegar hún beitir mig “þöglu” meðferðinni, af hverju hún grætur, hvað það er sem hún meinar þegar hún segir að ekkert sé að og hvernig ég geti gert konu sannanlega hamingjusama ?

Drottinn almáttugur svaraði; "Viltu hafa tvær eða fjórar akreinar á brúnni ?