Halldór og séra Páll voru að spila golf. Halldór var vita vonlaus með pútterinn og átti í stökustu vandræðum með pútt af metersfæri. Á 3. Holu klikkaði hann og hrópaði: “Andskotinn, hitti ekki!”

Séra Páll hristir hausinn og segir við Halldór að hann skuli gæta Tungu sinnar eða Guð muni slá eldingu niður í hann!

Áfram halda þeir og á 15. holu endurtekur leikurinn sig, Halldór Klikkar enn og öskrar: “Helvítis! Ég hitti ekki!” Séra Páll varar Halldór við

Því hverju hann geti átt von á ef hann gæti ekki að sér.

Á 18. holu gerist það í þriðja sinn að Halldór klikkar og hann sleppir Sér og veinar: “Andskotans djöfulsins! Ég hitti ekki!”

Séra Páll fölnar upp og segir: “Ja, ég vona að Guð verði sál þinn Náðugur því nú mun Hann örugglega slá þig eldingu!” Í þeim töluðu orðum Hrannast þrumuskýin upp á himininn yfir 18. holunni og skyndilega slær eldingu niður í séra Pál og hann verður að ösku. Heyrist þá mikil bassarödd rymja ofan af himninum: “Andskotinn! Ég hitti ekki!”

*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_* _*_*_*_*_*


Maður hryngir í 112 og segir: Er þetta hjá slökkviliðinu?

Hinum megin á línunni er svarað játandi.

-Þið verðið að drífa ykkur það er kviknað í húsinu mínu.

-Hvernig komumst við heim til þín?

-Eigið þið ekki ennþá rauðu, stóru bílana?

*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_*_ *_*_*_*_*_*_*_*_*_*_
Þú getur sjálfum þér kennt um allar stafsetningarvillur!