Einu sinni var kona sem var úti að skemmta sér. Hitti mjög myndarlegan mann og kom þeim vel saman og endaði með að hún fór heim með honum.

Þegar þau koma inn til hans þá sér hún hillur. Í neðstu hillunni var fullt af litlum böngsum og hún hugsar með sér að hann hljóti að vera mjög tilfinninganæmur maður. Í næstu hillunni fyrir ofan eru svo stærri bangsar og í efstu ennþá stærri.

Svo enda þau náttúrulega í rúminu og á eftir segir hún: “Jæja, hvernig fannst þér?”

Þá segir hann: “Taktu verðlaun úr neðstu hillunni”