Kona nokkur kom inn á bar í Texas.
Karlmennirnir voru allir klæddir kúrekastígvélum.
Einn þeirra var í risastórum kúrekastígvélum.
Konan sagði er það rétt sem er sagt um stóra skó.
“Komdu bara út í hlöðu og ég skal sanna það” sagði hann.
Næsta dag kom konan aftur til hans og gaf honum tvo 5000 kalla.
Hann sagði vá mér hefur aldrei verið borgað fyrir neitt svona.
Nei sagði hún ég er ekki að borga þér fyrir það.Heldur svo þú getur keypt þér stígvél í réttri stærð:)


Jónína fékk sér viðhald og þegar maðurinn hennar komst að því sagði hann ertu búin að fá nóg af mér.
Nei sagði konan þetta táknar að ég sé ekki búin að fá nóg af þér!


Dag einn fór maður nokkur út í garðinn sinn og sá að það var górilla uppi
í trénu hans. Hann stökk strax inn aftur og hringdi í
dýragarðinn.
Dýragarðsmenn lofuðu að senda strax górillusérfræðing á
staðinn.
Stuttu seinna kom maður á staðinn á gömlum pallbíl.
Hann kom út með stórt
prik, handjárn og haglabyssu.
Á eftir honum kom mjög illilegur hundur.
“Hvað á þetta nú að þýða?” spurði húseigandinn.
“Ert þú ekki sá sem er með górillu uppi í tré?” var svarið.
“Jú, en til hvers er allt þetta dót?”
“Sko… Ég klifra upp í tréð með þetta prik.
Ég pota því í apann þangað
til hann dettur niður úr trénu.
Þegar hann gerir það stekkur hundurinn til
og bítur hann í eistun. Þegar apinn krossleggur handleggina til að verja
sig, þá setur þú handjárninn á hann og þar með höfum við náð í górillu.”
“Allt í lagi, en til hvers er haglabyssan?”
"Já, sko… hún er til staðar ef ég dett úr trénu fyrst. Skjóttu þá hundin.