Það var einu sinni maður sem var á skipi sem fór mánaðarlega á milli Íslands og Englands og var hann oft beðinn um að kaupa eitthvað í Englandi þegar hann fór þangað. Alltaf þegar kallinn var að ljúka máli sínu sagði hann “jam”. Einn bað hann um að kaupa eitthvað voða fínt og flott efni sem væri hægt að sauma flott föt úr, en svo var kona sem hafði frétt af góðri jarðarberja uppskeru í englandi og vildi hún endilega fá svona fjórar öskjur og góðum jarðarberjum. Kallinn fór nú til Englands og leitaði að fínu efni sem hann var beðin um að kaupa og fór svo á útimarkað, til bónda og bað um Strawberry “jam”. Kallinum var rétt dallur og var hann ekkert að spá í því hvort að þi honum væru jarðarber eða ekki.
Þegar hann kom heim fór hann með dallinn til konunar, þegar hún opnaði dallinn kom í ljós jarðarberja sulta. (eins og margir ættu að vera búnir að átta sig á) !!!