Humm það er nú svo að alltaf er að henda mann eitthvað
skondið og hér eru tvær upplifanir sem ég ætla að deila með
ykkur.
Brandari 1.
Humm Okei, það er svo að fyrrverandi vídjótækið okkar er
alltaf að bila. Og kærasti mömmu (svona vinnu kall og
handverksmaður, (við skulum kalla hann Pál) var eitthvað að
fara að laga tækið (og móðir mín stóð þar og var að fara að
aðstoða hann.) Okei, altílagi með það og hann setur spólu í
tækið, Þá segir móðir mín: “Hey Páll það er enginn litur” hann
segir “Ég veit það, hvað heldurðu að ég sé reyna að gera?” þá
segir hún móðir mín aftur, “Það er enginn litur” hann segir “Ég
veit það!” “Nei þú skilur ekki það er enginn litur!” “Ég veit það!”
og svona gengur þetta í nokkra stund þar til og hann Páll segir
mjög hátt: “JÁ ÉG VEIT ÞAÐ !!!!” en þá segir hún móðir mín
“Nei ég er að meina að þetta sé svarthvít mynd!”

Brandari 2.
Ekki beint brandari og svoldið heima í dulspeki, en ég
nokkurn veginn viss um að Guð sé að gera grín að mér….
Sko ég og nokkrir bekkjar félagar vorum að tala um bíla. Og
við vorum að tala um bíla. Og við vorum að tala um
algengasta og óalgengasta litinn ég segi ljósblágrænn
(athugið. þetta er ekki skáldað né ýkt á neinn hátt) þá koma 5
ljósblágrænir bílar, þá segi ég andlitslitaður, þá koma 3
andlits litaðir jeppar, síðan segi ég fjólublár, þá kemur
fjólublár Volvo, síðan daginn eftir gáði ég hvort það væri en í
gangi og sagði appelsínugulur og bleikur bíll, rétt eftir það sá
ég appelsínugulan bíl og svo bleikan tveimur dögum eftir það.
:-S

Humm… Ég veit ekki með ykkur en þetta er tvent áttatíu og
fimm milljörðum, skodna atvika sem ég hef lent í (ég lifi fydnu
lífi og er hrakfallabálkur.)

Endilega segið frá ykkar eigin real life reynslu.

Takk fyrir mig, HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi