Jónas og Guðmundur voru komnir lang - langt - langt framyfir eftirlaunaaldurinn og voru úti á rúntinum á gamla blöðruskódanum hans Jónasar. Hvorugur gat séð almennilega yfir mælaborðið, svo að þeir óku nú ekkert sérlega hratt, gömlu mennirnir. Eftir smá tíma komu þeir að gatnamótum og um leið og þeir fóru yfir gatnamótin, velti Guðmundur, sem sat í farþegasætinu, fyrir sér „Hmmm, ég hlýt að vera að missa sjón eða eitthvað. Mér fannst endilega að það væri rautt ljós.“

Nokkrum mínútum seinna komu þeir aftur að gatnamótum og bíllinn rann yfir þau viðstöðulaust. Í þetta sinn var Guðmundur næstum algerlega viss um að þeir hefðu farið yfir á rauðu, en hann var ekki alveg hundrað prósent viss og það gat verið að ellin væri að hrekkja hann, svo hann sagði ekkert. Í staðinn ákvað hann að bíða átekta og taka vel eftir á næstu gatnamótum.

Á næstu gatnamótum var eldrautt ljós á móti þeim, en Jónas hægði ekki einu inni á sér, heldur ók bara sitt strik yfir gatnamótin á móti rauðu. Þá gat Guðmundur ekki á sér setið lengur, enda þetta stórhættulegt, og sagði „Heyrðu, Jónas, veistu að þú ert búinn að fara yfir þrjú rauð ljós í röð. Þú hefðir getað drepið okkur!“

Jónas sneri sér til hans og sagði „Ó, er ég að keyra?“



sá fyrri: Nokkrir vísindamenn voru að gera tilraunir með kóngulær. þeir byrjuðu á að taka eina kónguló og slitu af henni tvær lappir. Síðan sögðu þeir: Gaktu! og kóngulóin gekk í burtu. Síðan tóku þeir aðra kónguló og slitu af henni fjórar lappir og sögðu:gaktu! og kóngulóin gekk burt. Næst tóku þeir þriðju kóngulónna og slitu af henni sex lappir, sögðu:gaktu! og viti menn, kóngulóin gekk burt! Loks tóku þeir fjórðu kóngulónna og slitu af henni allar lappirnar og sögðu: Gaktu! en kóngulóin hreyfði sig ekki. Þeir reyndu aftur; Gaktu! en allt kom fyrir ekki, kóngulóin var kjurr! Þeir hugsuðu nú málið vel og lengi og loks skrifuðu þeir á niðurstöðublaðið: Þegar búið er að slíta allar átta lappir af kónguló verður kóngulóin HEYRNARLAUS!!!



Hinn: Ljóska stendur við árbakka nokkurn og er að reyna að komast yfir ánna. Það er engin brú eða bátur og auðvitað kunna ljóskur ekki að synda. Allt í einu sér hún aðra ljósku standa hínu megin við ánna og lítur út fyrir að vera í sömu vandræðum. Fyrri ljóskan kallar þá yfir til hennar: halló, assakið, en hvernig komstu svona hinu megin? Hin kallar þá á móti: Æji kjáninn þinn, ÞÚ ert hinu megin!!!