Nú hef ég verið áskrifandi af Andrési önd, frá því að ég var lítill, en í blaðinu sem kom í dag sá ég í fyrsta sinn í langann tíma sem var e-ð varið í og sem ég hafði ekki heyrt áður, hér nefni ég nokkra:
*Lítil skjaldbaka sat uppi í tré og reyndi að fljúga niður. Hún reyndi aftur og aftur en allt kom fyrir ekki, hún steinlá alltaf á jörðinni áður en hún vissi af.
Þá sagði hænan við hanann:-Heyrðu elskan, er ekki kominn tími til að segja henni að hún sé ættleidd!*

*- Af hverju hleypurðu svona hratt? - Af því að ég er að flýta mér heim áður en ég verð of þreyttur!*

*-Pabbi, hvað er undrabarn?
Pabbinn:-Það er barn á þínum aldri sem spyr ekki svona margra spurninga!*

:)
Kv.