Gömul hjón eru í mat hjá kunningja fólki sínu. Eftir matinn fara konurnar inn í eldhús að spjalla en karlarnir sitja áfram í stofunni.
“Við fórum á frábæran veitingastað í gærkvöld sem þið verðið að prófa,” segir annar þeirra allt í einu.
“Og hvað heitir hann?” spyr hinn.
Hann verður hugsi smá stund og getur bara ekki munað nafnið á veitingastaðnum. Loks segir hann: “Æj, hvað heita aftur blómin þarna…”
“Túlipanar?” spyr hinn.
“Nei,” segir hann, “maður gefur þau oft þeim sem maður elskar.”
“Rósir?”
“Hmmm,” hugsar hann, “nei, ekki það. Er ekki eitthvað annað blóm sem maður gefur stundum þeim sem maður elskar?”
“Jú,” segir hinn, “Liljur”.
“Akkúrat, það var það. Takk,” segir hann og snýr sér í átt að eldhúsinu: “Lilja mín, hvað hét aftur veitingastaðurinn sem við fórum á í gær?”

hehe