Það var einu sinni hafnfirðingur sem tók leigubíl úr Reykjavík til Hafnafjarðar, þetta var dálítill spotti, svo að leigubílsstjórinn ákvað að segja hafnfirðingnum gátu sem hljómar svona; “Hver er sonur foreldra minna, samt hvorki systir mín, né bróðir?”
Hafnfirðingurinn hugsar sig um í smá stund og segist svo ekki vita svarið, leigubílsstjórinn svarar þá “Nú auðvitað ég!”.
Svo seinna um kvöldið þegar hafnfirðingurinn er kominn heim, ákveður hann að segja konunni sinni þessa gátu og kallar á hana “Heyrðu elskan, hver er sonur foreldra minna, samt hvort systir mín, né bróðir?” konan veit ekki svarið og spyr manninn sinn, hver er það? Hafnfirðingurinn svarar; “Æi einhver leigubílsstjóri í Reykjavík”


ATH. ég heyrði hann svona, má vera að þið hafið heyrt hann öðruvísi :þ