Einu sinni fóru Akureyringur og Hafnfirðingur í útilegu. Um nóttina vöknuðu þeir við þrusk fyrir utan tjaldið. Akureyringurinn fór út að gá hvaðan hljóðið kæmi og sá þá að það var ljón fyrir utan. Hann hljóp strax upp í tré. Þegar Hafnfirðingurinn sá ljónið byrjaði hann að hlaupa í kringum tjaldið. Hálftíma síðar stoppar hann og stendur kyrr og Akureyringurinn kallar: „Passaðu þig, ljónið er beint fyrir aftan þig!!“
„Það er allt í lagi“, segir Hafnfirðingurinn, „ég er kominn þremur hringjum á undan!!!!“
—————————————————– ————-

Tvær ljóskur voru að fara í lest í fysta skiptið og þær voru að stefna að göngum og rétt á undan því kemur kona að selja ávexti og þær keiptu báðar sinn hvorn ávöxtinn sem þær höfðu aldrei smakkað áður.
Önnur ljóskan bítur í ávöxtinn rétt áður en þær fara gegnum göngin og hin í miðjum göngunum!!
Eftir að þær koma út spurja þær hvor aðra hvað hinni fannst. Sú fyrri segir: „Ég var bara mjög ánægð“ en hin: „Ég líka en ég varð bara pínu blind“!!
—————————————————– ————-
Einu sinni fór ljóska inn í raftækjaverslun og sagði við afgreiðslumanninn: „Ég ætla að fá þetta sjónvarp þarna.“ En þá sagði afgreiðslumaðurinn: „Við afgreiðum ekki ljóskur.“
Þá varð ljóskan reið og setti hárkollu á sig og fór aftur í raftækjaverslunina og sagði aftur það sama og þá sagði afgreiðslumaðurinn: „Við afgreiðum ekki ljóskur.“
Þá varð ljóskan hissa og spurði: „Hvernig vissir þú að ég væri ljóska?“
Þá sagði hann: „Þetta er ekki sjónvarp sem þú horfir á heldur örbylgjuofn.“ hahahahaha
—————————————————– ————-