Ljóskan og gsm-síminn
Ungan mann langaði að gefa fallegu, ljóshærðu konunni sinni eitthvað
fallegt í tilefni fyrsta brúðkaupsafmælis(eða jóla ) þeirra. Hann
ákveður því að kaupa handa henni gsm-síma. Hún verður mjög spennt og er
ofboðslega ánægð með gjöfina. Hann sýnir henni svo hvernig síminn virkar og
hvernig hún á að nota hann.
Næsta dag ákveður ljóskan að fara í búðir og á snyrtistofuna og hún
tekur nýja símann auðvitað með sér. Síminn hringir og þegar hún svarar segir
maðurinn hennar “Hæ, elskan, hvernig líkar þér við nýja símann þinn?”. “
Ég hreinlega elska hann, hann er svo lítill og röddin í þér er svo skýr. En
það er eitt sem ég skil ekki. Hvernig vissirðu að ég var á
snyrtistofunni?”

Atvinnuviðtalið
Ljóska fer í atvinnuviðtal á skrifstofu. Maðurinn sem tekur viðtalið
ákveður að byrja á því að kynnast henni aðeins. “Jæja, góða, hvað ertu
svo gömul?” Ljóskan telur fingurna á sér vandlega áður en hún svarar
“Umm…22.”
Maðurinn ákveður að prófa aðra einfalda og spyr “Og hvað ertu há?”
Ljóskan stendur upp og dregur fram málband úr töskunni. Hún stígur á annan
endan og dregur málbandið að höfðinu á sér. Hún kíkir á bandið og tilkynnir
stolt, “172 cm.”
Manninum er hætt að lítast á blikuna þannig að hann fer í algera
grunnspurningu og spyr hana um nafn. Ljóskan hreyfir höfuðið fram og til
baka í 15 sekúndur og umlar eitthvað með sjálfri sér áður en hún svarar
“Elva Dögg”.
Maðurinn er alveg úti á túni þegar hér er komið sögu og getur ekki
stillt sig um að spyrja hana hvað hún hafi eiginlega verið að gera þegar hún
var beðin um nafn. “Ó, það” svarar ljóskan, “ Ég var bara að renna í gegnum
þarna lagið þú veist, hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag….”

Tvöföld óhamingja
Lísa kemur í vinnuna einn morguninn hágrátandi. Yfirmaður hennar sem
hefur miklar áhyggjur af henni spyr hana hvað sé að hjá henni. Ljóskan
svarar;
“Snemma í morgun fékk ég símhringingu þar sem mér var sagt að mamma mín
væri dáin”.
Yfirmanninum finnst þetta mjög leiðinlegt og býður ljóskunni að taka sér
bara frí í dag, og eins lengi og hún þarf til að ganga frá málum. “Farðu
bara heim og slakaðu á og hvíldu þig.” Lísa segir þá að henni finnist
betra að vera bara í vinnunni. Yfirmaðurinn samþykkir það en segir líka við
hana að ef eitthvað kom uppá þá skuli hún láta sig vita og þá geti hún bara
fengið að fara heim.
Nokkrir klukkutímar líða og yfirmaðurinn ákveður að tékka á Lísu. Hann
fer fram af skrifstofunni sinni og sér hana gráta móðursýkislega við
skrifborðið sitt. Hann hleypur til hennar og spyr, “Hvað er nú að ? Er
ekki allt í lagi með þig?” Lísa grætur og grætur og stynur út milli
ekkasoganna.
“Ég var að fá hræðilegt símtal frá systur minni . Hún sagði mér að mamma
hennar væri líka dáin !!”

Ávextirnir
Tvær ljóskur fóru í fyrsta skipti til útlanda og voru að fara í fyrsta
sinn í lest. Þegar þær eru búnar að koma sér vel fyrir í sætunum gengur
ávaxtasali á milli sætaraðanna og er að selja framandi ávexti sem þær
hafa aldrei séð áður. Þær ákveða að kaupa sér sitthvorn ávöxtinn.
Önnur ljóskan ákveður að gæða sér á ávextinum um það leyti sem lestin er
að fara inn í göng. Þegar lestin kom út úr göngunum lítur hún á vinkonu
sína og segir, “Ég myndi ekki borða þennan ávöxt ef ég væri þú.”
“Af hverju ekki?”
“Ég tók einn bita og varð blind í hálfa mínútu.”