Bóndi nokkur kemur heim úr verkunum og sér konuna sína sitja á tröppunum,
búin að pakka niður. “Hvert er þú að fara?” spyr hann. Hún svarar, “Ég ætla
til Amsterdam.” Hann spyr hana af hverju hún sé að fara þangað og hún
svarar, “Ég var að heyra, að í Rauða hverfinu geti ég grætt fjörtíu þúsund
krónur á nóttu, fyrir það sem ég geri frítt fyrir þig.” Hann hugsar sig um
smástund, rýkur inn í hús, pakkar og tekur sér
stöðu við hliðina á konu sinni á tröppunum. “Og hvert heldurðu að þú sért
að fara?”, spyr hún. “Ég fer líka”. “Af hverju”. "Mig langar að sjá
hvernig þú ferð að því að lifa á hundrað og tuttugu þúsundum á ári.