Einu sinni var maður uppi í rúmi að lesa bók með konunni sinni. En allt í einu hringdi dyrabjallan. Maðurinn kíkir á klukkuna og sér að hún er 4:00. Og ákveður því að fara ekki til dyra. En konunni hans fannst þetta ekkert sniðugt og sagði honum því að fara til dyra.

Maðurinn fer til dyra og sér þá augljóslega mjög drukkinn mann sem biður sig um að ýta sér.

Maðurinn afsakar sig og segist ekki geta ýtt honum, og lokar svo bara á hann og fer aftur upp í rúm.

“Hver var þetta?” spyr konan.

“Æi þetta var bara einhver drukkinn karl sem bað mig um að ýta sér” sagði maðurinn.

En konan var ekki alveg nógu sátt við þetta og segir honum “heyrðu Jónas minn manstu þegar við vorum föst á þjóðveginum og sprungið var á dekkinu en við þurftum að sækja Sigga litla?”

“Já”, segir maðurinn skömmustulega.

“Hvað heldurðu að hefði getað gerst ef að maðurinn hefði ekki komið og hjálpað okkur?” segir konan.

Konan hafði sannfært manninn um að hjálpa byttunni og fer hann því að hjálpa honum. En þegar hann var kominn út kallaði hann út í myrkrið “Jæja, ég er kominn en hvar ertu?”

“Ég er hérna úti í rólunni!”
Rokk | Metall