Var í mat hjá tengdó og þá sáum við fréttina í sjónvarpinu um síamstvíburana sem á að skilja í sundur. Bróðir kærasta ´míns sa´gði: Þær eru báðar lögfræðingar. Þá sagði pabbi þeirra: Já, hvernig er annað hægt? hehe, en þá sagði ég: Já, nema önnur þeirra fari í kvöldskóla og hin í dagskóla(en það er sama sagan…báðar væru þá í dag og kvöldskóla)

Þvílík vinna og erfiði væri það fyrir þær svona fastar saman að drepast úr hálsríg allan daginn eftir bæði dag-og kvöldskóla. Veit ekki hvort ykkur finnst þetta vera brandari, en við gerðum svona létt grín að þessu með að auðvitað þyrftu þær báðar að velja sama fagið. Ekki gæti ein farið til útlanda á meðan hin lærði í þeirra landi(æi, kannski ljótt að segja svona en ég bara vona það að þær fái frelsi og lifi þessa aðgerð af)