Einu sinni var maður sem starfaði þannig að hann þurfti stundum að vera lengi í burtu frá konunni sinni. Hann grunaði alltaf að hún væri að halda fram hjá sér.

Svo fékk hann hugmynd. Hann ætlaði að kaupa stóran grimman varðhund og segja við konuna sína að hann heldi innbrotþjófum frá heimilinu. Hann ætlaði ekki að segja henni að hundurinn myndi líka ráðast á alla gesti sem kæmu.

Næsta viðskiptaferð hans átti að hefjast daginn eftir, svo hann dreif sig út til að leita að gæludýrabúð sem væri ennþá opin.

Loksins fann hann litla hálfógeðlega búð. Þegar hann gékk inn mætti honum lítill skrýtinn karl sem sagði“ Get ég aðstoðað þig, herra minn”?

Maðurinn sagði honum að hann væri að leita að grimmum varðhundi. Litli karlinn sagði honum að hann ætti því miður engan grimman hund, en hann gæti fengið ansi ógnvekjandi snák hjá sér í staðinn. Það vildi maðurinn ekki.

Maðurinn spurði hvort hann ætti ekki eitthvað dýr sem hefur hátt og dregur að sér athygli.

“Jú”. Svaraði litli karlinn. “Ég á páfagauk sem talar 6 tungumál á mjög góðu verði….Aðeins einn ókostur við hann…..Hann er ekki með neinar lappir.”

Maðurinn ákveður að kaupa páfagaukinn og fer svo með hann heim. Segir konunni sinni að hann hafi keypt handa henni gæludýr. Hún er hálfáhugalaus fyrir þessu öllu saman.

Næst setur hann páfagaukinn í sófann(varlega svo hann velti ekki á hliðina).

Svo daginn eftir fer hann í ferðina.

Tveimur dögum seinna kemur hann tilbaka úr ferðinni og finnur páfagaukinn liggjandi á gólfinu. Hann tekur hann upp og spyr“ jæja hvað sástu?”

Páfagaukinn segir“Það kom maður hingað.”
“Og” segir maðurinn þá.
“Hann hélt í hendina á henni.” Sagði páfagaukurinn.
“Og” sagði maðurinn aftur.
“Þau byrjuðu að kyssast.” Svaraði páfagaukurinn.
“Og hvað?”. Sagði maðurinn.
“Hann fór úr skyrtunni” Sagði páfagaukurinn.
“Haltu áfram” Sagði maðurinn.
“Hún fór úr skyrtunni líka” Sagði páfagaukurinn.
“Já, og hvað svo?” Æpti maðurinn þá.
“Ég veit það ekki” Sagði páfagaukurinn.“Ég fékk standpínu og rúllaði niður á gólf.”