Friðþjófur, Guðmundur og Jónas voru á geðveikrahæli (og ekki af ástæðulausu) í mörg ár.
Dag einn kom yfirlæknirinn til þeirra og sagði þeim að hann ætlaði að setja þá í smá próf og ef þeir stæðust prófið, þá mættu þeir fara, en ef þeir féllu á prófinu, þá yrðu þeir að vera á hælinu í fimm ár í viðbót.
Þeir samþykktu allir þrír að fara í þetta próf og læknirinn vísaði þeim á innisundlaug hælisins. Sundlaugin var alveg þurr, ekki dropi af vatni í henni. Nú fór læknirinn með sjúklingana þrjá upp á dýfingarpallinn, í um 15 metra hæð.
Læknirinn sagði við Friðþjóf „Stökktu!“ og Friðþjófur stökk án þess að hika. Hann endaði á botninum á sundlauginni með báða handleggi mölbrotna.
Læknirinn skrifaði eitthvað hjá sér á klemmuspjaldið sem hann var með, sneri sér síðan að Guðmundi og sagði „Stökktu!“
Guðmundur hikaði ekki heldur og stökk, og á laugarbotninum braut hann báða fætur. Læknirinn skrifaði hjá sér eitthvað á klemmuspjaldið.
Nú horfði læknirinn á Jónas og sagði „Stökktu!“
Jónas hristi höfuðið. „Nei, takk, ég held ekki,“ sagði hann.
Læknirinn skrifaði þetta glaður í bragði á klemmuspjaldið sitt og sagði síðan „Til hamingju, Jónas minn, þú ert frjáls maður. Segðu mér bara eitt áður en þú ferð. Af hverju vildir þú ekki stökkva ofaní laugina?“
„Það er af því ég kann ekki að synda,“ sagði Jónas.
Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann.
Einn daginn í vinnunni í kafflhélinu voru menn að tala um Björk
Guðmundsdóttur.
Þá heyrðist í Guðmundi: “Já, Björk, hún er nú góð stelpa”.
Vinnufélagi: “Guðmundur, þekkir þú Björk”
Guðmundur: “Já, hún er mjög fín”
Vinnufélagi: “Djöful… kjaftæði Guðmundur, Við erum kominir með nóg af
þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig.
Nokkrum dögum síðar í vinnunni
Vinnufélagi: ”Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á
morgun“
Guðmundur: ”Já Svíakonungur, það er nú góður karl“
Vinnufélagi: ”Þekkir þú líka Svíakonung“
Guðmundur: ”Já, Já ég þekki hann mjög vel“
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir búnir að fá sig full sadda á þessu kjaftæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta.
Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög
einkennilegt.
Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli í móttökunefnd að taka á móti Svíakonungi og heilsuðust Guðmudur og Svíakóngur með virtum.
Vinnufélagirnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum Guðmundar.
2 dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann ásamt konu sinni væri að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: ”Páfinn, Já, Það er nú góður maður“
Yfirmaður: ”Guðmundur, þekkir þú nú páfann líka“
Guðmundur: ”Já, Já auðvitað, ansi fínn karl en svolítið gamall“
Yfirmaður: ”Guðmundur, nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum.
Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú.
Guðmundur: “ok”
Guðmundur og Yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og kirkjan var fullsetin.
Þegar messan var búinn gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var.
Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman.
Siðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í
fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum.
Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: “Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?”
Yfirmaður “Nei , nei þegar þú varst að tala við páfann þá bankaði Robert DeNiro í öxlina á mér og spurði mig:
”Who is that guy standing beside Guðmundur“
Ungur maður var ráfandi um, týndur í skógi, þegar hann kom að
litlu húsi. Hann bankar á dyrnar og til dyra kemur gamall
kínverskur maður með sítt grátt skegg.
Ungi maðurinn spyr, ”Ég er týndur, get ég fengið herbergi hjá
þér í nótt?“
”Að sjálfsögðu“ svaraði gamli karlinn, ”En með einu Skilyrði. Ef þú
svo mikið sem leggur fingur á dóttur mína mun ég beita á þig þremur
verstu kínversku pyntingaraðferðum sem vitað er um.“
”Ekkert mál“ svaraði ungi maðurinn sem hugsaði með sér að hún væri
líklega komin vel á efri ár og gekk inn í húsið.
Um kvöldmat, kom dóttirin niður stigann. Hún var Ung, Falleg og var með alveg Stórkostlegan líkama. Hún laðaðist greinilega að unga mannininum líka, þar sem hún gat ekki haft augun af honum á meðan kvöldmatnum stóð. Ungi maðurinn man þó eftir Viðvörun gamla karlsins og lét sem hann sæi hana ekki og fór svo einn að sofa.
Um nóttina Gat hann ekki hamið sig og laumaði sér inn
í herbergið hennar til að eiga með henni ástríðufulla nótt. Í dögun, skreið hann hljóðlega aftur inn í herbergið sitt, útkeyrður en sáttur.
Hann vaknaði við mikinn þrýsting á brjóstkassanum. Þegar hann opnaði augun sá stórann stein ofan á sér og á honum var miði sem á
stóð:
”Kínversk pyntingaraðferð 1: Stór steinn á brjóstkassa.“
”Nú, þetta var auðvelt“ hugsaði hann með sér, ”Ef þetta er það versta sem gamli karlinn getur gert, þá þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur.“ Því næst lyfti ungi maðurinn steininum, gekk að glugganum og henti honum út, um leið og hann sleppti honum, tók hann eftir miða sem á stóð:
”Kínversk pyntingaraðferð 2: Steinn bundinn við vinstra eista.“
í algjöru panic kasti leit hann niður og sá að reipið var alveg að fara herpast. Hugsandi með sér að nokkur brotin bein væru betri en gelding, stökk hann á eftir hnullungnum. Akkurat þegar hann var að falla til jarðar sá hann stórt skilti sem á stóð:
”Kínversk pyntingaraðferð 3: Hægra eista bundið við rúmgaflinn."
Gamall kúreki í fullum skrúða kom inn á kránna sína og fór beint á barinn og pantaði sér viský. Þar sem hann situr og dreypir á drykknum sínum kemur ung og glæsileg kona og pantar sér drykk og spyr gamla kúrekan hvort hann sé alvöru kúreki? Hann segir, já það er ég og það hef ég verið alla mína ævi. Ég hef verið alla mína tíð á búgarðinum mínum, rekið kúahjarðir, verið á hestbaki, reist girðingar, já ég er alvöru kúreki segir hann.
Eftir smá stund segir kúrekin við dömuna: Hvað ert þú? Ég hef aldrei verið á búgarði, svo ég er ekki kúreki sagði unga konan, en ég er lesbía. Ég eiði öllum mínum tíma að hugsa um kvennmenn, alveg frá því ég vakna á orgnanna, þegar ég fer í sturtu, þegar ég borða, þegar ég horfi á sjónvarpið og þegar ég er kominn í rúmið á kvöldin, hvað sem ég geri þá hugsa ég stöðugt um konur. Stutt seinna fer unga konan og kúrekinn pantar sér annan drykk.
Nokkru síðar kenur par og sest við barinn og maðurinn spyr gamla kúrekann hvort hann sé virkilega alvöru kúreki? Það hef ég alltaf haldið, þangað til rétt áðan að ég komst að því að ég er LESBÍA…
KV, 70min og ég er ekki neinn í 70min
