Níræður maður var hjá lækninum, í læknisskoðun, og læknirinn spyr hvernig hann hafi það.

“Mér hefur aldrei liðið betur” byrjaði gamli montinn, “Ég er giftur 19 ára konu, og er ég búinn að gera hana ólétta, hvað segirðu þá???”

Læknirinn hugsaði sig um og sagði:
“Leyfðu mér að sega þér sögu, ég þekti einu sinni mann, sem var mikill veiðimaður, hann misti aldrei af veiðitímabili, Einu sinn lá honum svo mikið á, á veiðar, að hann tók regnhlíf með í staðin fyrir riffilinn. Þegar hann var á gangi í skóginum stendur allt í einu risastór grábjörn fyrir framan hann, maðurinn tók regnhlífina, miðaði á björninn, og klemdi handfangið saman…

Og veistu hvað gerðist ???”

Gamli maðurinn gapandi: “Nei…”

Læknirinn heldur áfram “Björnin hneig dauður niður fyrir framann hann.”

“Það er ómögulegt” segir gamli, “einhver annar hlítur að hafa skotið björninn.”

“það er einmitt það sem ég er að reyna að segja…”