Nemandi í 9.bekk spurði eitt sinn kennara sinn að því hvort hann vissi hvað væri lint og þurrt þegar það væri ekki í notkun, en blautt og stíft þegar það væri í notkun. Kennarinn blóðroðnaði í framann og ætlaði að rjúka upp úr sæti sínu til að húðskamma viðkomandi nemanda fyrir klámyrði, en sá síðarnefndi varð þá fyrri til og sagði: “það er regnhlíf, maður.”

Er lítil telpa kom heim til sín eftir fyrsta daginn í skólanum tilkynnti hún móður sinni að hún sæti hliðina á strák. Móðirin vildi nú gera gott úr því og spurði hvað strákurinn héti.
“Hann heitir Gunnar,” svaraði stúlkan.
“Hann hlýtur nú að heita meira en bara Gunnar,” sagði móðirin.
“Hann heitir Gunnar SESTU,” svaraði telpan.
“Það getur nú ekki verið,” sagði móðirin.
“Jú, kennarinn kallar hann það að minnsta kosti alltaf,” svaraði sú stutta.
L|NbEn53