Einu sinni voru þrír fótboltaáhugamenn að þvælast um Sádi Arabíu. Einn hélt með Leeds, annar með Liverpool en sá þriðji með Man. Utd. Auðvitað voru þeir allir fullir, en það er stranglega bannað í Saudi Arabíu, þannig að þeir voru allir handteknir. Svo voru þeir leiddir fyrir sheikinn. Sem sagði." Vegna drykkjuskapar á almannafæri verðið þið allir hýddir 50 svipuhöggum. En vegna þess að í dag er þjóðhátíðardagur hjá okkur ætla ég að veita ykkur tvær óskir hverjum.

Kom svo að því að hýða átti Leedsarann svo hann bað um að fá kodda bundinn á bakið á sér og bestu fáanlega læknishjálp ef með þyrfti. kom svo að því að hann var hýddur, en koddinn dugði ekki nema í 15 svipuhögg þannig að hann varð alblóðugur og næstum dauður eftir þessa meðferð. En fékk læknishjálp. Síðan kom að Liverpool manninum….Hann sagði ég vil fá tvo kodda bundna á bakið á mér, og ef með þarf þá bestu læknisaðstoð sem um getur. Svo kom að hýðingunni. koddarnir dugðu í 30 svipuhögg. Blóðugur en á lífi fékk Liverpool maðurinn góða aðhlynningu og var nokkuð kátur. Loksins kom að Unitedmanninum. Hann sagði hátt og snjallt…BÆTIÐI VIÐ 200 svipuhöggum og bindið helvítis Liverpoolmanninn á bakið á mér.