-Má bjóða þér að kaupa happdrættismiða?
-Hvað er í vinning?
-Bíll
-já,en mig langar ekki í bíll.
-Engar áhyggjur.
Á flestum miðum er enginn vinningur!
-Gunni, þú tókst verðmerkinguna af gjöfinni Auðuns,
var það ekki?
-Nei,ég bætti einu núlli aftan við töluna!
-Hvers vegna tekur þú litlu systur þína með þér á
hjólið fyrst hún gargar svona?
-Vegna þess að bjallan á því er biluð!
Sonurinn: Er það satt pabbi, að í sumum ríkjum Afríku kynnist eiginmaðurinn ekki
eiginkonni, fyrr en hann giftist henni?“
Faðirinn: Það gerist í öllum löndum, sonur sæll”.
Af hverju reynir maður ekki við konuna fyrir framan sig í biðröðinni á féló?
Kona sem er í biðröð á féló, getur aldrei haldið þér uppi.
Þórhallur prestur vaknar á sunnudagsmorgni og sólin skín. Hann ákveður að í dag ætli hann að segjast vera veikur og hann komist ekki til messu. Svo hann hringir í annan prest, tilkynnir veikindin, nær svo í golfsettið sitt og læðupokast upp á golfvöll í þeirri von að enginn sjái hann. Á vellinum er ekki nokkur maður svo ráðabrugg Þórhalls prests ætlar að ganga upp. Uppi í Himnaríki snýr Lykla-Pétur sér að Guði og spyr: “Guð, ætlarðu að láta vígðan manninn komast upp með þetta?” Guð horfir niður á Þórhall prest þar sem hann slær teighöggið. Kúlan flýgur 420 metra í fallegum boga, skoppar einu sinni á flötinni og rennur svo beina leið ofan í holuna!
Kraftaverkahögg!
Lykla Pétur lýtur skilningsvana á Guð og spyr: ,,Hversvegna í ósköpunum léstu hann fara holu í höggi?“
Drottinn svarar: ,,Hverjum á hann að segja frá þessu?!”
