Veit ekki hvort þessi hafi komið inn áður, hefur örugglega gert það. Hef bara ekki hugmynd um það, er nýbyrjaður að skoða þetta áhugamál eitthvað.

Guð ákveður einn daginn að nú sé komið nóg. Hann sé búinn að fá nóg af öllum þessum ysi og þysi sem fylgir því að stjórna himnaríki og nú verði hann bara að fara í frí.
Hann fer til Lyklapéturs og spyr hann ráða um hvert hann eigi eiginlega að fara í frí.

Lyklapétur: Hmm… þú gætir fengið þér far með halastjörnunni.

Guð: Nei, það er alveg ómögulegt, hún hoppar og skoppar svo mikið að það er ekki hægt.

Lyklapétur: En þú gætir farið á vetrarbrautina.

Guð: Nei, það er ekki nógu gott.

Lyklapétur: Gætir þú kannski farið til Merkúr ?

Guð: Nei, það er alltof heitt þar til að hægt sé að slappa eitthvað af.

Lyklapétur: Hvað með Plútó þá ?

Guð: Fuss og svei, þar er nú alltof kalt.

Lyklapétur: En að fara bara til jarðarinnar ?

Guð: Nei, það geri ég sko alls ekki. Ég fór þangað fyrir um 2.000 árum, barnaði einhverja konu og þau eru enn að tala um mig.
-haraldur