Guð skapaði asnann og sagði við hann:
“Þú verður asni. Þú vinnur baki brotnu frá sólarupprás til
sólarlags og berð þungar byrðar. Þú étur gras,státar ekki af neinum
gáfum og lifir í 50 ár.” Og asninn svaraði: “ Ég skal vera asni en að lifa í 50 ár er allfof mikið,hafðu þau 20.” Og Guð samþykkti það.

Guð skapaði hundinn og sagði við hann:
“Þú verður hundur. Þú gætir húss og mannsins, og verður besti vinur
hans. Þú þiggur leifarnar sem hann réttir þér og lifir í 25 ár.”
Og hundurinn svaraði: “Ég skal vera hundur en að lifa í 25 ár er
allt of mikið,hafðu þau 15.” Og Guð samþykkti það.

Guð skapaði apann og sagði við hann: “Þú verður api, þú sveiflar
þér úr einu tré í annað og gerir ýmsar kúnstir. Þú verður
skemmtilegur og lifir í 20 ár.” Og apinn svaraði: “Ég skal vera api en að lifa í 20 ár er allt of mikið. Hafðu þau 10.”
Og Guð samþykkti það.

Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann:
“Þú verður maður, eina vitsmunaveran á jarðkringlunni. Þú notar
gáfur þínar til að verða drottnari allra dýra. Þú munt ráða yfir heiminum og lifa í 20 ár.”
Og maðurinn svaraði: “Ég skal skal vera maður en að lifa í 20 ár er allt of stutt. Veittu mér að auki þau 30 ár sem asninn vildi ekki, árin 15 sem hundurinn vildi ekki og árin 10 sem apinn vildi ekki.”
Og Guð samþykkti það.
Æ síðan lifir maðurinn í 20 ár eins og maður. Þá giftir hann sig og eyðir 30 árum eins og asni, þ.e. vinnur baki brotnu frá sólarupprás til sólarlags og ber þungar byrðar. Þegar börnin eru flutt að heiman lifir hann í 15 ár eins og hundur; gætir hússins og borðar allt sem honum er rétt. Og eftir hann sest í helgan stein lifir hann eins og api síðustu 10 árin, fer hús úr húsi og gerir ýmsar kúnstir til að skemmta barnabörnunum.