Einusinni var bóndi nokkur að ríða á hestinum sínum í skóginum.
Skyndilega sér hann slöngu skríða yfir veginn og ákveður að stoppa, til að kremja ekki slönguna.
Þegar að slangan er komin yfir vegin snýr hún sér að bóndanum og þakkar honum fyrir að hafa stoppað, ég skal veita þér þrjár óskir sagði hún.
Bóndinn hugsaði sig um í smá stund og sagði svo, ég vill verða svo ríkur að ég þarf aldrei að vinna neitt framar, ég vill verða svo ómótstæðilega fallegur að allar konur dáist að mér og svo að lokum
vill ég hafa jafn stórt undir mér og á hestinum.
Slangan sagði farðu nú heim og ljúktu deginum og í fyrramálið verða allar óskirnar orðnar að veruleika.
Bóndinn varð hálf undrandi með svarið en hugsaði með sér að það breytti engu svosem ef það gerðist ekkert.
Daginn eftir þegar bóndinn vaknaði sá hann hvar húsið var allt troðfullt af seðlum, hann hljóp að speglinum og viti menn, hann var svo fallegur að hann langaði næstum að kyssa spegilinn.
Þá mundi hann eftir þriðju óskinni og fylltist spenningi um leið og hann þreifaði í klofið. “NEI HVUR ANDSKOTINN, VAR ÉG EKKI Á HELVÍTIS MERINNI Í GÆR”