Einu sinni var gaur sem kom inn á bar. Þar var maður sem var að kalla: “Hundraðþúsund krónur handa þeim sem getur engið hestinn minn til að hlæja!” Gaurinn tók þessu og fór með hestinn aðeins út. Hesturinn kom inn skellihlæjandi. “Þú hefur unnið þér inn fyrir þessu, en ég skal gefa þér önnur hundraðþúsund ef að þú færð hann til að grenja.” sagði eigandi hestsins. “Ókei”, sagði gaurinn og fór aftur afsíðis með hestinn. Eftir það kom hesturinn aftur hágrenjandi. Eigandinn lét gaurinn fá seðlana og fór. “Hvernig fórstu að þessu?” spurðu margir á barnum. Gaurinn svaraði: “Tja, ég veðjaði við hestinn um að ég væri með stærra typpi en hann.”


Einu sinni voru tvær skjaldbökur á bar að drekka kók, þegar þær sáu að það var farið að rigna. Önnur skjaldbakan sagðist ætla að ná í regnhlífina, en hin mátti ekki drekka kókið hennar. Fjórum dögum seinna var löngu stytt upp og hin skjaldbakan var ekki komin með regnhlífina, svo sú á barnum hugsaði með sér: “Vinur minn er ekki að fara að koma, svo það er best að ég drekki bara kókið hans.” Þegar hún var að teygja sig í kókið heyrði hún úr dyragættinni: “Ef þú drekkur kókið mitt fer ég ekki heim og sæki regnhlífina!”