Loksins! Kvenmennsk - Íslensk orðabók


1. Já = Nei
2. Nei = Nei
3. Kannski = ….Nei
4. Fyrirgefðu = Þú eftir að borga fyrir þetta!
5. Okkur vantar = Mig vantar
6. Nú, þú ræður = þú ættir nú að vera búinn að sjá hvernig ég vil hafa þetta
7. Gerðu það sem þú vilt = Þú átt eftir að sjá eftir þessu
8. Við þurfum að tala saman = ég þarf að kvarta
9. Já, gerðu þetta bara = Ég vil ekki að þú gerir þetta
10. Ég er ekkert fúl = Auðvitað er ég fúl, asninn þinn!
11. Þú ert svo karlmannlegur = það er ógeðsleg svitalykt af þér og þú þarft að raka þig
12. Vertu rómantískur og slökktu ljósin = ég er með svo stórt mitti
13. Þetta eldhús er svo óþægilegt = ég vil nytt hus!
14. mér langar í nyjan kjól = …og skó og peysu, og buxur og skyrtu og nærföt og…
15. ég heyrði eitthvað hljóð = ég sá að þú varst við það að sofna
16. Elskar þú mig? = ég ætla að biðja þig um soldið sem er dyrt
17. hversu mikið elskar þú mig? = ég gerði soldið í dag sem þú verður ekki ánægður með
18. ég verð til eftir 5mín = sestu bara niður og finndu góða mynd í sjónvarpinu

Ps. þetta er satt
Pps. það á eftir að fleima mann fyrir þetta ;)

Á barnum


Maður nokkur situr við barinn og horfir á glasið sitt. Hann hefur ekki hreyft sig í tvo og hálfan tíma. Þá kemur að honum
trukkabílstjóri, hrifsar af honum glasið og drekkur í botn.
Aumingja maðurinn byrjar að háskæla og trukkabílstjórinn verður
vandræðalegur og segir: “Æ, fyrirgefðu, þetta var bara smá grín.
Ég skal kaupa handa þér annað glas.”
“Það er ekki það,” vælir maðurinn. “Dagurinn í dag er versti
dagurinn í lífi mínu. Fyrst svaf ég yfir mig og missti af mikilvægum fundi. Yfirmaðurinn varð brjálaður og rak mig.
Þegar ég kem út úr fyrirtækinu, þá var búið að stela bílnum mínum. Löggan sagði að hún gæti ekkert gert, svo ég þurfti að taka leigubíl heim. Þegar leigubíllinn var farinn tók ég eftir því að ég hafði gleymt veskinu í bílnum. Og þegar ég kem inn, þá kem ég að konunni minni í rúminu með póstberanum.
Og núna, þegar ég var að hugsa um að binda endi á þjáningar mínar, þá kemur ÞÚ og drekkur eitrið mitt.”
Kv.