Einu sinni fór maður til læknis og sagði að konan sín væri að verða heyrnarlaus. Læknirinn ráðlagði honum að spyrja konuna sína hvað væri í matinn.
Maðurinn fór heim og spurði konuna sína hvað væri í matinn. Það kom ekkert svar. Í annað sinn kallaði hann:-Hvað væri í matinn? Þá kom heldur ekkert svar. Í þriðja sinn kallaði hann?- Hvað er í matinn? Þegar hann fékk ekkert svar við
spurningnunni fór hann inn eldhús og spurði: Hvað er eiginlega í matinn?-Í fjórða skipti, það er kjúklingur sagði konan hans.