Fílar í bílum og eldspýtnastokkum
Hvernig kemur þú fíl inn í bíl?
1. opnar dyrnar, 2. treður fílnum inn, 3. lokar dyrunum.
Hvernig kemur þú gíraffa inn í smábíl?
Hann kemst ekki, fíllinn er þar fyrir.
Hvernig kemur þú fjórum fílum inn í smábíl?
Tveir fram í , tveir aftur í.
Hvernig kemur þú fimm fílum inn í drossíu?
Tveir fram í, tveir aftur í, einn í hanskahólfinu.
Hvernig kemur þú fíl í eldspýtnastokk?
Þú verður að byrja á því að taka út eldspýturnar.
Hvernig kemur þú gíraffa í eldspýtnastokk?
Með því að taka út fílinn.